Launavinnsla
Vinnsla launaupplýsinga getur tekið tíma og orku frá öðrum þáttum í rekstri fyrirtækja. Með því að útvista launavinnslunni fæst dýrmætur tími auk þess sem öryggi upplýsinganna er tryggara.
- Móttaka launaupplýsinga.
- Útreikningur mánaðarlauna.
- Útsending launaseðla með pósti eða beint í heimabanka.
- Afhending skilagreina v. banka, lífeyrissjóða, stéttarfélaga, bókhalds, staðgreiðslu og tryggingargjalds.
- Vinnsla, útprentun og póstsending launamiða í árslok.
- Svara fyrirspurnum og athugasemdum frá launþegum tengdum launavinnslunni
- Skila launaupplýsingum
Endilega hafið samband við okkur og kannið hvort við getum átt þátt í að lækka kostnað
og bæta vinnubrögð á fjármálasviði fyrirtækis þíns.