Persónuverndarstefna Grófargils

Stefna þessi tekur til þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem Grófargil ehf. (hér eftir fyrirtækið) framkvæmir fyrir viðskiptavini sína. Í þeim vinnslusamningum sem fyrirtækið gerir við viðskiptavini sína er vísað til þessarar persónuverndarstefnu. Einnig tekur þessi stefna til þeirrar vinnslu sem fyrirtækið framkvæmir um eigin starfsmenn. Markmið vinnslu þessarar skal ávallt vera öllum viðkomandi ljós, auk þess hvernig fyrirtækið stuðlar að öryggi þessara upplýsinga.

Ábyrgð:

Fyrirtækið vinnur og meðhöndlar persónuupplýsingar fyrir viðskiptavini sína til að uppfylla viðskiptaskuldbindingar sem aðilar hafa gert sín á milli og til er þjónustusamningur um. Í þeim tilvikum telst fyrirtækið vinnsluaðili þeirra upplýsinga og hefur gert vinnslusamning vegna þeirrar vinnslu. Vinnsla upplýsinga um starfsmenn er annars vegar í öryggistilgangi, þ.e. að stuðla að öryggi þeirra upplýsinga sem unnið er með en einnig til að uppfylla skyldur vinnuveitenda, s.s. vegna launavinnslu.

Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga:

Fyrirtækið nýtir aldrei persónuupplýsingar eða aðrar upplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem um hefur verið samið eða aðilar eru upplýstir um. Þá geymir fyrirtækið ekki persónuupplýsingar eða aðrar upplýsingar sem um hefur verið samið lengur en nauðsynlegt er í samræmi við viðskiptasamning.

Fyrirtækið miðlar aldrei upplýsingum til þriðja aðila nema í samræmi við ákvæði þjónustu- eða vinnslusamnings. Í þeim tilvikum skuldbindur fyrirtækið sig til að staðfesta að gögnum hafi verið eytt í samræmi við tæknilega möguleika.

Öryggi gagna:

Öryggi persónuupplýsinga skiptir fyrirtækið miklu máli og tryggir fyrirtækið að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir séu til staðar til að öryggi upplýsinga sé sem mest á hverjum tíma. Fyrirtækið skiptir einungis við trausta aðila sem styðja við markmið fyrirtækisins að öryggi upplýsinga sé aldrei í hættu. Persónuverndarstefna þessi er samþykkt af stjórnendum Grófargils þann 1. sept. 2018 og verður endurskoðuð reglulega en eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti.